Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:26:24 (6726)

1998-05-18 12:26:24# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:26]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Hér er verið að draga úr kvöðum og ábyrgð sveitarfélaga til að aðstoða fólk í húsnæðisvanda. Á það hefur ítrekað verið bent við umræðuna um frv. að sum sveitarfélög hafa ekki sinnt félagslegum skyldum sínum og væri nær að herða ákvæði hvað þetta varðar, ekki draga úr þeim.

Hér er verið að opna fyrir gjaldtöku sveitarfélaga. Hér er opinn tékki, óhnýttir endar og óvönduð vinnubrögð, í stuttu máli: Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að störfum.