Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:41:36 (6736)

1998-05-18 12:41:36# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:41]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Hér er verið að fella niður 100% lán. Hér er Sjálfstfl að draga úr möguleikum láglaunafólks til þess að eignast húsnæði. Sjálfstfl. vill heldur að fólk leigi, þ.e. allir hinir. Sjálfir vilja þeir eiga sitt en þeir vilja að hinir leigi.

Húsaleigustefnan er virðingarverð stefna, eða getur verið það ef fólki er tryggt leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum þannig að einstaklingar og fjölskyldur búi við öryggi. Það er ekki gert með þessu frv. Þvert á móti eru kjörin skert og dregið úr örygginu.

Í þessari lagagrein er einnig mjög hamlandi ákvæði varðandi viðbótarlán. Því fer fjarri að einstaklingar komi til með að eiga rétt á viðbótarláni eins og látið hefur verið í verði vaka. Það verður komið undir vilja sveitarfélaga og undir hælinn lagt hvort þau sjá hag sinn í því að veita viðbótarlán.

Þeir vita hvað ég á við í Garðabæ og víðar.