Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:44:55 (6738)

1998-05-18 12:44:55# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:44]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Hér segir að ráðherra sé heimilt að setja í reglugerð nánari skilyrði fyrir veitingu almenns láns þegar veita á það til einstaklinga sem hyggjast taka bæði almennt lán og viðbótarlán. Viðbótarlán er hin svokallaða félagslega aðgerð þessa frv. Það er alveg ljóst að enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Það er ekki ljóst hvert greiðslumatið verður fyrir viðbótarláni auk þess að, samkvæmt þessari grein, sveitarstjórn verður heimilt að takmarka fjölda viðbótarlána ef fyrirséð er að víkja verði frá fjárhagsáætlun sveitarfélagsins o.s.frv.

Herra forseti. Hið eina félagslega sem vera á í þessu frv. er veiklað mjög með reglugerðarheimild ráðherrans samkvæmt þessari grein.