Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 13:11:14 (6748)

1998-05-18 13:11:14# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[13:11]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Þessi grein felur það í sér að verið er að leggja aukinn kostnað á sveitarfélögin með 5% viðbótarláni sem enginn veit reyndar hversu mörg verða en það alvarlega í þessu máli er það sem felst í 2. mgr. greinarinnar þar sem segir, með leyfi forseta:

,,Félagsmálaráðherra er með reglugerð heimilt að hækka eða lækka hlutfallið að fenginni slíkri endurskoðun og umsögn Seðlabanka Íslands.``

Ráðherra er sem sagt heimilt að hækka eða lækka framlög sveitarfélaganna eftir því sem honum hentar. Þetta eru vinnubrögð sem er ekki hægt að sætta sig við, herra forseti.