Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 13:17:38 (6754)

1998-05-18 13:17:38# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[13:17]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Með þessari grein er verið að afhenda hæstv. félmrh. stórfellt skattlagningarvald. Í greininni er ekki tiltekið við hvað þessi gjöld eigi að miðast, við hvaða kostnað þau eigi að miðast og undir hverju þau eigi að standa. Hér er gert ráð fyrir því að hann hafi heimild til þess að ákveða lántökugjöld, gjöld vegna innheimtu af lánum stofnunarinnar sem er í vanskilum, gjöld vegna skuldbreytinga, veðleyfa og veðbandslausna, svo og vegna annarrar sambærilegrar þjónustu.

Ég segi það alveg eins og er, herra forseti, að ég stórefa að þetta standist. Ég fer enn fram á það við hv. meiri hluta félmn. að þetta mál verði kannað milli 2. og 3. umr. Ég er sannfærður um að hér er allt of langt gengið í gjaldtökuheimildum, að hafa þetta jafnopið og hér er gert ráð fyrir.