Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 13:34:44 (6760)

1998-05-18 13:34:44# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[13:34]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Formaður og framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga komu á fund félmn. Þar kom skýrt fram að þeir vilja ekki ákvæði um að 50 íbúðir verði byggðar 1999--2000. Þeir vilja hafa opið ákvæði þarna.

Það kom líka fram að þeir hafa engan áhuga á að ganga til samninga um fjármögnun leiguíbúða. Þeir óska eftir óbreyttu fyrirkomulagi lánveitinga til leiguíbúða og hafna áttunda bráðabirgðaákvæðinu sem kveður á um hver verði þáttur sveitarfélaga til fjármögnunar félagslegra íbúða.

Ég vek athygli á því, herra forseti, að verkalýðshreyfingin hefur lagst gegn þessu frv. Hún hefur óskað eftir frestun á því en hér er verið að gefa til kynna að úrræði finnist varðandi leigumarkaðinn með samstarfi við þessa aðila sem tekið hafa svo ákveðið og fast til orða.