Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 13:37:19 (6762)

1998-05-18 13:37:19# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[13:37]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Þetta ákvæði til bráðabirgða VIII sem við erum að greiða atkvæði um er ákvæði um samráð. Það verður að segja að það er betra seint en aldrei að tekið skuli til þess bragðs núna eftir að lögin eru samþykkt að ætla að hafa samráð við ASÍ og BSRB og aðra félagslega aðila um könnun á leigumarkaðinum. Með því að samþykkja frv. erum við búin að vísa stórum hluta þess launafólks sem áður fékk úrlausn innan félagslega kerfisins út á þennan leigumarkað sem hugsanlega er ekki til, en hér á að fara að kanna það eftir að frv. hefur verið samþykkt.