Húsnæðismál

Þriðjudaginn 19. maí 1998, kl. 16:32:06 (6804)

1998-05-19 16:32:06# 122. lþ. 131.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 122. lþ.

[16:32]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég held ég hafi talað dálítið um málefni láglaunafólks í þessari umræðu eða síðan 1. umr. fór fram og þarf ekki að endurtaka það. Það er möguleiki fyrir láglaunafólk að komast í eigið húsnæði samkvæmt þessu kerfi eins og ég hef margoft farið yfir.

Varðandi búsetumál fatlaðra þá þarf auðvitað að skoða þau. Það er alls ekki meining okkar að fara að skerða þeirra hlut að einu eða neinu leyti. Einmitt með tilliti til búsetumála fatlaðra kvaddi ég til fulltrúa frá Öryrkjabandalaginu í þá nefnd sem á að gera úttekt á leigumarkaðnum, ásamt með fulltrúum námsmanna, verkalýðshreyfingar, sveitarfélaga og ráðuneyta.