Húsnæðismál

Þriðjudaginn 19. maí 1998, kl. 16:33:04 (6805)

1998-05-19 16:33:04# 122. lþ. 131.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, ÁÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 122. lþ.

[16:33]

Ásta B. Þorsteinsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það fólk sem hefur þær tekjur sem öryrkjar hafa almennt, og ég geri ráð fyrir því að hæstv. félmrh. þekki þær tekjur, hefur ekki möguleika á því að standa undir dýrari húsaleigu en það greiðir í dag. Segja má að bylting hafi orðið í húsnæðismálum fatlaðra þegar þeir fengu heimild til þess að byggja mannsæmandi íbúðir í félagslega kerfinu fyrir sitt fólk. Ég tel að með þessu kerfi þar sem ekki er gert ráð fyrir öðru en markaðsvöxtum, verði veruleg hækkun á húsaleigu, það er hætt að niðurgreiða vexti, og verið sé að stefna þessu kerfi í voða. Telur hæstv. félmrh. að fatlaðir og öryrkjar geti staðið undir þeim kjörum sem þarna verða í boði?