Húsnæðismál

Þriðjudaginn 19. maí 1998, kl. 16:34:11 (6806)

1998-05-19 16:34:11# 122. lþ. 131.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 122. lþ.

[16:34]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Starf Öryrkjabandalagsins að húsnæðismálum hefur verið stórmerkilegt og það hefur gjörbreytt lífi fjölda öryrkja. (Gripið fram í: Er hugmyndin að hætta öllu samstarfi við þá?) Það er ekki hugmyndin að hætta neinu samstarfi við þá.

Auðvitað er rétt að yfirleitt er það svo að þetta fólk er með lágar tekjur og það hefur ekki mikla greiðslugetu og það verður að koma til móts við það og það er hugmyndin að gera það. Varðandi leiguíbúðirnar er uppi hugmynd, sem mér finnst eðlilegt að skoða, að í staðinn fyrir niðurgreidda vexti verði styrkur út á hverja íbúð, einhver ákveðin upphæð sem eftir er að semja um, sem gæti fært byggingarkostnað það niður að húsaleiga yrði lág, a.m.k. ekki hærri en hún hefur verið núna. (ÖJ: En af hverju þarf að fara með alla peningana í gegnum fjármagnskerfið?) (Gripið fram í: Af því Sjálfstfl. vill það.)