Sveitarstjórnarlög

Mánudaginn 25. maí 1998, kl. 14:12:52 (6834)

1998-05-25 14:12:52# 122. lþ. 132.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 122. lþ.

[14:12]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan að ég tel að það sé talsvert framfaraspor hjá nefndinni eða meiri hluta nefndarinnar að hafa markað leiðbeiningar. Ræða hv. þm. Magnúsar Stefánssonar sem hér liggur fyrir er lögskýringargagn af því að hann er frsm. En ég tel að niðurstaðan hefði getað orðið farsælli. Þetta er hins vegar fyrir mér enn eitt dæmi um að þetta frv. tekur fyrst og fremst mið af þörfum og óskum sveitarstjórnarmanna en ekki endilega þeirra sem búa í sveitarfélögum samanber hina óskaplegu 1. gr. og bráðabirgðaákvæði frv. Þess vegna ítreka ég þetta, herra forseti, og áskil mér allan rétt til þess undir þessari umræðu að leggja fram brtt. við þessa síðustu mgr. 7. gr.