Sveitarstjórnarlög

Mánudaginn 25. maí 1998, kl. 15:55:21 (6842)

1998-05-25 15:55:21# 122. lþ. 132.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, Frsm. minni hluta RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 122. lþ.

[15:55]

Frsm. minni hluta félmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef reyndar svarað þessu áður og það veit þingmaðurinn. En það er skemmtilegt að hann nefndi ekki eitt svæði sem stendur hjarta mínu næst og e.t.v. hans líka, þ.e. Sléttuhrepp og Hornstrandir. Það vill svo til að ég beitti mér mjög í því máli á sínum tíma og var reyndar þá í stjórnarmeirihlutanum. Ekki var búið að ganga frá því á þeim tíma hvort Ísafjörður eða þetta svæði allt yrði eitt sveitarfélag þegar fyrst átti að koma með tillögu hingað inn um að það svæði félli undir Ísafjörð þó að væri verið að leggja það til að það lægi undir einu sveitarfélagi. Þegar það var hins vegar orðið --- ég held að sú tillaga hafi komið þrisvar fram --- þá var ég raunsæ og samkvæm mér nú því ég féllst á að slíkt óbyggðavæði væri undir einu sveitarfélagi.

Ég viðurkenni að ég átti við ofurefli að etja þá líka í þrjá vetur á þingi. En það var a.m.k. ljóst að eitt sveitarfélag mundi sjá um svæðið. Ég væri alveg tilbúin til þess að skoða Glámu, svæðið austan Eyjafjarðar og Bláfjallasvæðið með þingmanninum ef hann vildi skoða miðhálendið með mér. ,,Af hverju miðhálendið?`` spyr hann. Það er vegna þess að frv. er um það. Frv. er um að deila því upp á milli sveitarfélaga. Ég hef líka komið inn á Bláfjallasvæðið. Kópavogur er ekki að deiliskipuleggja þar eða gera aðra hluti þó að langstærstur hluti Bláfjallasvæðisins komi úr landi Kópavogs.