Sveitarstjórnarlög

Mánudaginn 25. maí 1998, kl. 18:52:46 (6863)

1998-05-25 18:52:46# 122. lþ. 132.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 122. lþ.

[18:52]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég fæ með engu móti séð að hægt sé að gera samning í líkingu við þennan sem hv. þm. hefur þráfaldlega verið að vitna til.

Ég vil að endingu láta þess getið að mér finnst þreytandi og hef áhyggjur af því að hlusta á allt það vantraust sem hér hefur komið fram í garð sveitarstjórnarmanna, að ætla sveitarstjórnarmönnum alltaf það versta. Ég held að þarna sé um ágætisfólk að ræða og ég ber fyllsta traust til íslenskra sveitarstjórnarmanna, bæði á suðvesturhorninu og annars staðar á landinu.