Greinargerðir um málefni Landsbankans og Lindar hf.

Þriðjudaginn 26. maí 1998, kl. 11:00:40 (6876)

1998-05-26 11:00:40# 122. lþ. 133.93 fundur 410#B greinargerðir um málefni Landsbankans og Lindar hf.# (um fundarstjórn), Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 122. lþ.

[11:00]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Fimm hv. þingmenn hafa óskað eftir að taka til máls ásamt ráðherra. Ég bið hv. þm. að gæta hófs hvað varðar umræður um fundarstjórn forseta ef þeir eiga ekki beinlínis sökótt við forseta. Það er mjög slæmur siður að framlengja umræður sem í gangi eru með því að upphefja umræður um fundarstjórn forseta. (GÁ: Það er bara dónaskapur.) Ég fer því fram á að menn hafi það í huga þegar þeir kveðja sér hljóðs.