Greinargerðir um málefni Landsbankans og Lindar hf.

Þriðjudaginn 26. maí 1998, kl. 11:03:56 (6878)

1998-05-26 11:03:56# 122. lþ. 133.93 fundur 410#B greinargerðir um málefni Landsbankans og Lindar hf.# (um fundarstjórn), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 122. lþ.

[11:03]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson):

Herra forseti. Ég á ekkert sökótt við forseta. En mál mitt gæti orðið til að stytta umræðuna og er til skýringar. Af því að hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir óskaði eftir greinargerð Ríkisendurskoðunar og greinargerð Landsbankans frá því í janúar 1996, þá segi ég: Skýrsla Ríkisendurskoðunar er opinbert plagg. Hún liggur fyrir í ráðuneytinu og þingmenn hafa aðgang að henni sem og aðrir.

Varðandi greinargerðina frá janúar 1996 þá er hún ekki til í ráðuneytinu og hefur ekki verið send ráðuneytinu.