Lax- og silungsveiði

Þriðjudaginn 26. maí 1998, kl. 11:18:15 (6890)

1998-05-26 11:18:15# 122. lþ. 133.2 fundur 578. mál: #A lax- og silungsveiði# (stjórnsýsluverkefni, Fiskræktarsjóður o.fl.) frv. 50/1998, ÖS
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 122. lþ.

[11:18]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Ég er þakklátur hv. þm. Guðna Ágústssyni og formanni landbn. og reyndar landbn. allri fyrir að hafa tekið tillit til þessarar breytingar. Hún er að vísu ekki veigamikil en kann, í tilteknum atriðum, að skipta verulega miklu máli. Þannig, eins og hv. þm. gerði grein fyrir, er ekki lengur verið að takmarka þá verndun sem um greinir í b-lið 4. gr. einungis við laxastofna heldur eru aðrir teknir laxfiskar undir. Það skiptir máli varðandi gengi sjóbleikju og sjóbirtings, tveggja tegunda sem njóta aukinnar athygli bæði veiðimanna og einnig veiðibænda. Ég held að þetta sé mjög farsæl breyting og ítreka þakklæti mitt, herra forseti.