Framleiðsla og sala á búvörum

Þriðjudaginn 26. maí 1998, kl. 14:25:23 (6916)

1998-05-26 14:25:23# 122. lþ. 133.4 fundur 559. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (mjólkurframleiðsla) frv. 69/1998, SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 122. lþ.

[14:25]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, við deilum auðvitað ekki um að samningurinn tekur ekki gildi fyrr en Alþingi hefur samþykkt hann sem lög. Það er hins vegar spurning hvort þetta er sami samningurinn og borinn var upp í atkvæðagreiðslu. Ég lít alla vega þannig á að þetta atriði, í 14. gr. um opna kvótamarkaðinn, hafi verið eitt af því sem hagstæðast var í þessum samningi og horfði til mestra framfara, að fá kvótaviðskiptin upp á borðið í eitt skipti fyrir öll. Mér finnst að samningurinn hafi mjög breytt um eðli við að fella þessa grein út og ég hygg að það kunni fleiri bændum að finnast.