Framleiðsla og sala á búvörum

Þriðjudaginn 26. maí 1998, kl. 14:59:25 (6929)

1998-05-26 14:59:25# 122. lþ. 133.4 fundur 559. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (mjólkurframleiðsla) frv. 69/1998, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 122. lþ.

[14:59]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Það er von að hv. þm. Svavar Gestsson skuli vilja koma á þessu sovétkerfi, eins og Ari Teitsson, Guðmundur Lárusson, Guðmundur Þorsteinsson, Hjörtur Hjartarson, Pétur Helgason, Guðmundur Bjarnason og Friðrik Sophusson. Það er von að hv. þm. Svavar Gestsson skuli vilja koma á þessu sovétkerfi. Þetta blaður er hv. þm. Hjálmari Jónssyni ekki sæmandi og er þá langt til jafnað.

Veruleikinn er sá að fjöldinn allur af bændum, aðallega minni mjólkurbændur í þessu landi, sjá vonir um að auka við sinn bústofn hverfa með þeirri aðferð sem verið er að koma á með tillögum Sjálfstfl., sem helmingurinn af Framsfl. í landbn. stendur að. Nú er hér í salnum helmingurinn af Framsfl. í landbn., hv. þm. Guðni Ágústsson. Hann liggur undir grun um að vera sá sem stendur að þessu með íhaldinu nema hann þvoi það af sér.