Framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna

Miðvikudaginn 27. maí 1998, kl. 15:59:06 (7016)

1998-05-27 15:59:06# 122. lþ. 134.12 fundur 376. mál: #A framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna# þál. 13/122, GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 122. lþ.

[15:59]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það væri mjög gaman að ræða þessi mál og fara út í skilnaðarkvótann og þau mál. En það er vissulega rétt og er alvarlegt umhugsunarefni hvernig farið er að binda gjafakvótakerfið, þ.e. kona þarf að vera gift eða dóttir sægreifa til þess að eiga möguleika að eignast kvóta. Ég nefni þetta ekki síst vegna þess að ég hlustaði nýlega á mjög fróðlegt erindi Sæunnar frá Ólafsfirði þar sem hún var að lýsa því hvernig hún og fjölskylda hennar komust yfir þau --- ég veit ekki hvað ég á að segja --- auðæfi eða komust inn í sjávarútveginn í kringum 1980. Það var vissulega mjög fróðleg og skemmtileg saga. En því miður er þetta ekki mögulegt fyrir konur í dag og ég tel það ekki viðunandi að eina leiðin fyrir konur eða ungt fólk og nýliða yfirleitt til að komast inn í sjávarútveginn sé í gegnum erfðatengsl eða giftingar. Þessi grein þarf auðvitað að vera opnari fyrir nýliða.