Framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna

Miðvikudaginn 27. maí 1998, kl. 16:19:06 (7021)

1998-05-27 16:19:06# 122. lþ. 134.12 fundur 376. mál: #A framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna# þál. 13/122, GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 122. lþ.

[16:19]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka fyrir þessi mikilvægu svör. Það kom fram í máli ráðherra hér áðan að Ísafjarðarbær hefði gert jafnréttisáætlun. Ég vil í því sambandi benda á að þar hafa m.a. kvennalistakonur verið við stjórn bæjarins. Í könnun Jafnréttisráðs hefur komið fram að þar sem kvennalistakonur koma að stjórnun bæjarfélaga þá hefur gengið betur í jafnréttismálum en annars staðar, m.a. með því að gera jafnréttisáætlanir.

Ég fagna aftur orðum hæstv. ráðherra og vona að ráðuneytin svo og stofnanir ríkisins verði hvött til þess að gera jafnréttisáætlanir.