Framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna

Miðvikudaginn 27. maí 1998, kl. 16:22:21 (7024)

1998-05-27 16:22:21# 122. lþ. 134.12 fundur 376. mál: #A framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna# þál. 13/122, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 122. lþ.

[16:22]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að vinnubrögðin við gerð þessarar framkvæmdaáætlunar hafi verið til fyrirmyndar. Ég tel að vinnubrögð nefndarinnar hafi líka verið góð. Að vísu gafst henni kannski ekki allur sá tími sem hún hefði e.t.v. viljað taka í yfirferð á þessu máli þar sem annað mál, þ.e. sveitarstjórnarlögin, tók ótrúlega langan tíma í meðferð nefndarinnar. Hv. 5. þm. Reykjaness lét ekki sinn hlut eftir liggja í þeirri umræðu. En það er orsökin fyrir því að hv. félmn. lenti í tímaþröng við þessa afgreiðslu.