Framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna

Miðvikudaginn 27. maí 1998, kl. 16:23:13 (7025)

1998-05-27 16:23:13# 122. lþ. 134.12 fundur 376. mál: #A framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna# þál. 13/122, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 122. lþ.

[16:23]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég var að reyna að vera málefnaleg í andsvari mínu og ætla ekki að lengja þessa umræðu. Að vanda valdi hæstv. félmrh. að reyna að koma höggi undir beltisstað. Ég vil upplýsa að ekkert í mínum vinnubrögðum í félmn. tafði þetta stóra mál, sem tók ásamt húsnæðismálunum allan tíma nefndarinnar ásamt fleiru. Það var hann sem réð forganginum.

Hitt er svo annað mál að þegar málið var afgreitt, þá var enn þá eftir að fá álit allshn. Við urðum því, herra forseti, að halda þrjá fundi á milli 2. og 3. umræðu til þess að fara yfir það sem ekki hafði unnist tími til að ganga frá og afgreiða úr nefndinni þegar málið var tekið þaðan. Á því, herra forseti, bar formaður nefndarinnar alls ekki ábyrgð. Hennar framganga í málinu var til sóma.

Ég harma að þurfa að enda orð mín um framkvæmdaáætlun með þessum hætti en það er félmrh. sem kallar það fram.