Þjóðlendur

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 09:35:39 (7034)

1998-05-28 09:35:39# 122. lþ. 135.1 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv. 58/1998, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[09:35]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Það er út af fyrir sig mikið fagnaðarefni að nú skuli lögfest að landsvæði utan eignarlanda skuli eiga að flokkast sem þjóðlendur í eigu íslenska ríkisins og að nú skuli skorið úr um hvar þau mörk eigi að vera. Jafnaðarmenn hafa lengi hvatt til að þetta yrði gert og styðja því að þetta frv. verði að lögum.

Eigi að síður er það áhyggjuefni að þessi réttarbót skuli hengd á ákvarðanir um stjórnsýslu á hálendinu sem ætla má að leiði til nýtingar þessa svæðis í þágu sérhagsmuna fremur en almannahagsmuna.