Þjóðlendur

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 09:36:25 (7035)

1998-05-28 09:36:25# 122. lþ. 135.1 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv. 58/1998, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[09:36]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Í þessu frv. er staðfest sú grundvallarhugsun að þjóðlendur, þ.e. almenningar og afréttir utan eignarlanda, skuli vera eign íslenska ríkisins. Þingflokkur Alþb. og óháðra styður þá grundvallarhugsun sem birtist í frv. og telur eðlilegt að verðmæti á borð við þjóðlendur séu eign íslensku þjóðarinnar. Þess vegna styðjum við þetta frv. þótt vissulega séu á því margir ágallar sem stjórnarandstaðan reyndi að bæta úr við 2. umr. málsins en án árangurs, en þeir ágallar felast einkum í því að þar er einum aðila, forsrh., falið að okkar mati fullmikið vald um meðferð þessara landa. Allt að einu er staðfest sú grundvallarhugsun að þjóðlendurnar skuli vera eign íslenska ríkisins og þess vegna styðjum við þetta frv.