Þjóðlendur

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 09:37:27 (7036)

1998-05-28 09:37:27# 122. lþ. 135.1 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv. 58/1998, GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[09:37]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Herra forseti. Við í þingflokki Kvennalistans erum í meginatriðum sáttar við þetta frv. sem gengur út á að miðhálendi Íslands eða svokallaðar þjóðlendur séu í eigu þjóðarinnar eða íslenska ríkisins. Það hvílir því miður skuggi yfir frv. þar sem alls ekki er tryggt að þetta svæði verði nýtt sem ein heild þar sem stjórnsýsla og skipulag verður á margra hendi. Það er þó ákveðið með öðrum lögum svo að við munum styðja þetta frv.