Húsnæðismál

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 09:42:36 (7041)

1998-05-28 09:42:36# 122. lþ. 135.2 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[09:42]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Hæstv. félmrh. hét því á sínum tíma að gera allt það sem í hans valdi stæði til þess að tryggja starfsmönnum Húsnæðisstofnunar forgang til starfa hjá hinni nýju stofnun. Hér ganga menn til atkvæða um hvort Alþingi sé reiðubúið að lögfesta loforð hæstv. félmrh. Páls Péturssonar. Það er fróðlegt að fylgjast með því hverjir úr stjórnarliðinu treysta sér til þess að ljá fyrirheitum og loforðum ríkisstjórnarinnar og félmrh. lagagildi.