Húsnæðismál

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 09:45:19 (7043)

1998-05-28 09:45:19# 122. lþ. 135.2 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[09:45]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. 1.000--1.500 fjölskyldur bíða í dag eftir leiguhúsnæði og algengt er að biðtími sé tvö til þrjú ár. Með þessu frv. getur þessi hópur tvöfaldast á næstu tveimur árum. Ríkisstjórnin ætlar að gera þetta frv. að lögum án þess að fyrir liggi úrlausnir og öryggi í húsnæðismálum fyrir þann fjölmenna hóp sem nú þarf á leiguhúsnæði að halda. Stjórnarandstaðan gerir kröfu til þess að þegar í haust liggi fyrir hvernig taka á á húsnæðismálum þess fólks sem verst er statt í þjóðfélaginu þannig að fátækar barnafjölskyldur, námsmenn og einstæðir foreldrar verði ekki hundruðum saman sent út á guð og gaddinn. Út á það gengur sú brtt. sem við greiðum hér atkvæði um. Falli þessi tillaga verða kjörorð framsóknarmanna frá síðustu kosningum, um fólk í fyrirrúmi, endanlega dæmd dauð og ómerk.