Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 09:59:19 (7051)

1998-05-28 09:59:19# 122. lþ. 135.3 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[09:59]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Við jafnaðarmenn leggjum enn fram brtt. til þess að reyna að afstýra slysi. Ég tel að með 1. gr. frv. þessa sé Alþingi Íslendinga að stíga mjög afdrifaríkt skref sem erfitt verði að leiðrétta. Það er óverjandi að nú í upphafi 21. aldar skuli ekki vera meiri framsýni ríkjandi á hinu háa Alþingi en þessi gerningur sýnir.

Að skipta miðhálendi Íslendinga upp á milli 40 sveitarfélaga og færa 4% þjóðarinnar völd í veigamestu málefnum hennar, eins og þessi gerningur sýnir, ákvörðun yfir nýtingu auðlinda, ferðamennsku, mannvirkjagerð, verndunarsvæðum, þjóðgörðum og fleiru, er skref til baka. Ég segi: Þetta er mesta atlaga fulltrúa dreifbýlisins að almannarétti.