Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 10:06:19 (7056)

1998-05-28 10:06:19# 122. lþ. 135.3 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[10:06]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Hér erum við að ganga til atkvæða um grundvallarlagasetningu um sjálft sveitarstjórnarstigið í landinu. Í þessari lagasetningu er tekið á fjölmörgum þáttum er þessi mál varðar og horfa til bóta fyrir sveitarstjórnarstigið og stjórnskipunina í landinu. Því miður hafa umræðurnar að langmestu leyti snúist um annað en þau fjölmörgu atriði sem þetta viðurhlutamikla frv. hefur að geyma. Meginatriði í íslenskri stjórnskipan er skipting í tvö stjórnsýslustig, ríkisvald og sveitarstjórnarstig sem hvoru um sig er markað skýrt hlutverk. Með þessu frv. sú grundvallarhugsun innsigluð og því segi ég já.