Framleiðsla og sala á búvörum

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 10:41:09 (7072)

1998-05-28 10:41:09# 122. lþ. 135.8 fundur 559. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (mjólkurframleiðsla) frv. 69/1998, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[10:41]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Hér er um það að ræða að framlengja búvörusamning í mjólkurframleiðslu. Eins og fram kemur í nefndaráliti minni hlutans var það rækilega rökstutt að búvörusamningur sá sem í gildi hefur verið fram að þessu hefur hvorki reynst hagstæður framleiðendum né neytendum. Það er skoðun okkar jafnaðarmanna að menn eigi að leita nýrri leiða sem séu hagfelldari bæði framleiðendum og neytendum en farnar hafa verið til þessa. Þess vegna leggjum við til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Verði sú tillaga ekki samþykkt munum við sitja hjá við afgreiðslu málsins.