Formsatriði í atkvæðagreiðslum

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 10:54:56 (7080)

1998-05-28 10:54:56# 122. lþ. 135.98 fundur 426#B formsatriði í atkvæðagreiðslum#, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[10:54]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Forseti vill láta þess getið áður en næsta atkvæðagreiðsla fer fram, vegna athugasemda sem heyrðust í miðri atkvæðagreiðslu áðan, að forseta hefði láðst að segja ,,háttvirtur þingmaður`` í vissum tilvikum að sú athugasemd átti ekki rétt á sér vegna þess að það er löng þingvenja fyrir því að í atkvæðagreiðslu eru menn nefndir á nafn en ekki titlaðir með þessum hætti (GÁS: Og er sama hver þingmaðurinn er?) og er sama hver þingmaðurinn er. (Gripið fram í: Líka ráðherrar?) Ráðherrar eru nefndir með nafni eins og þeir þekkja sem hér hafa verið og menn eru ekki titlaðir sem háttvirtir þannig að hér var smámisskilningur á ferð.