Búnaðarlög

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 11:06:50 (7082)

1998-05-28 11:06:50# 122. lþ. 135.9 fundur 368. mál: #A búnaðarlög# (heildarlög) frv. 70/1998, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[11:06]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Samkvæmt lögum sem áður giltu um jarðræktarframlög áttu bændur, samkvæmt úrskurði umboðsmanns Alþingis frá 10. mars 1995, fullan og óskoraðan rétt til framlaga samkvæmt jarðræktarlögum. Samkvæmt þessu ákvæði eru bændur neyddir til að samþykkja að þeir fái á næstu fimm árum greiddan helming þeirrar fjárhæðar sem þeir áttu fullan og óskoraðan rétt á eða ekkert ella. Ég mótmæli þessum vinnubrögðum og greiði atkvæði gegn ákvæðinu.