Dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 11:08:47 (7083)

1998-05-28 11:08:47# 122. lþ. 135.10 fundur 436. mál: #A dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr# (heildarlög) frv. 66/1998, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[11:08]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Við erum að greiða atkvæði um frv. til laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu fyrir dýr. Ég gerði grein fyrir ýmsum viðhorfum mínum varðandi þetta mál við 1. umr. og taldi þá að málið væri mjög illa búið í hendur þingsins. Ég er enn þeirrar skoðunar og finnst að ýmislegt í brtt. og vinnu hv. landbn. hafi ekki fært málið í þá stöðu sem ástæða væri til.

Ég vil við atkvæðagreiðslu um 1. gr. benda á eitt sem ég tel verulegan ljóð á þessu máli en það er að hér er verið að lögfesta umdæmaskipan sem byggir á sýsluskipan. Sýsluskipan í landinu liggur ekki fyrir í afmörkuðum einingum lengur. Þær byggja á hefðum og umdæmi sýslumanna fara engan veginn saman við sýslumörk. Ég vísa, virðulegur forseti, á svar frá hæstv. dómsmrh. um þetta mál á þskj. 1251, fyrir þá sem vilja lesa sér til um stöðu sýslna.