Dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 11:20:10 (7087)

1998-05-28 11:20:10# 122. lþ. 135.10 fundur 436. mál: #A dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr# (heildarlög) frv. 66/1998, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[11:20]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Þessi grein, 15. gr., er því miður ekki til þess fallin að gera veg Tilraunastöðvarinnar að Keldum meiri í sjúkdómsgreiningu dýra. Hún er fremur til að minnka tengsl þjónustu við sjúkdómsgreiningar og grunnrannsóknir á dýrasjúkdómum. Þá orkar einnig mjög tvímælis, út frá stjórnsýslulegum sjónarmiðum, að sami aðili, í þessu tilviki yfirdýralæknir, og á að fyrirskipa og sjá um sóttvarnaraðgerðir, hafi einnig með höndum rannsóknarþjónustu sem slíkar aðgerðir byggjast á. Því er lagt til að greinin falli brott.