Áhrif veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 11:30:33 (7088)

1998-05-28 11:30:33# 122. lþ. 135.15 fundur 269. mál: #A áhrif veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins# þál. 11/122, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 122. lþ.

[11:30]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Hér er um að ræða tillögu sem er ákaflega merkileg og ég fagna henni og þeim afdrifum sem hún fær. Fyrir lá önnur tillaga um ámóta efni sem laut sérstaklega að áhrifum dragnótar í Faxaflóa. Tekið var fram af sjútvn. í viðræðum við mig að það mál yrði skoðað sérstaklega og fellt inn í þessa tillögu og getið um það. Ég harma að það skuli ekki koma fram í nefndarálitinu, sem ég hef ekki séð fyrr en núna, en ég samþykki að sjálfsögðu þessa tillögu og ég reikna með að hafin verði rannsókn á áhrifum dragnótar í Faxaflóa nú þegar.