Vegáætlun 1998-2002

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 16:51:14 (7130)

1998-05-28 16:51:14# 122. lþ. 136.7 fundur 378. mál: #A vegáætlun 1998-2002# þál. 19/122, 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál. 20/122, EgJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 122. lþ.

[16:51]

Egill Jónsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki öðru sinni séð veikari málflutning af hendi hv. 1. þm. Vestf. en einmitt núna. Hann lýsir því yfir að tilvitnanir í sambandi við jarðgangagerð fyrir norðan séu marklausar.

Í öðru lagi lýsir hann því yfir að markmið tillögunnar hafi verið að fara með fjörðum. Hvar segir það? Hvar er það markmið sett upp? Hvergi nokkurs staðar. Kaflanum um Breiðdal og Skriðdal og Breiðdalsheiði er einfaldlega sleppt og ég segi enn: Hvað er það sem stendur út af í tillöguflutningnum, ef hægt er að taka mark á því sem kemur fram í nál. hjá meiri hlutanum? Það stendur út af, ef sá ásetningur nær fram, að í staðinn fyrir að þessi kostnaðarhlutdeild verði tekin upp á sama ári, eins og gildir með allar aðrar vegaframkvæmdir, verði hún látin taka gildi eftir aldamót. Í þeim ágreiningi sem frsm. segir að sé milli mín og hans skortir á að hann skýri hvers vegna menn leiðrétta ekki þessar viðmiðanir frá upphafi tímabilsins. Um það er ágreiningurinn og þrátt fyrir að frsm. hafi komið tvisvar upp hefur hann ekki minnst á það.