Vegáætlun 1998-2002

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 18:12:24 (7140)

1998-05-28 18:12:24# 122. lþ. 136.7 fundur 378. mál: #A vegáætlun 1998-2002# þál. 19/122, 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál. 20/122, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 122. lþ.

[18:12]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér komu nú ekki huggunarorðin til Austfirðinga eða stuðningurinn við óskir í þeim landshluta, því miður, og varðar það kannski ekki miklu hvað fram kemur af munni manna á hv. Alþingi, þeirra sem völdin hafa nú um stundir, þegar ekki glyttir í jarðgangaframkvæmdir samkvæmt fyrirliggjandi áætlun næstu þrjú kjörtímabil.

Og hér mælti prestlærður maður, virðulegur forseti, úr ræðustóli og sagðist sjá lífið fram undan en ekki dauðann. Mér sýnist alveg eða nánast einsýnt að það er einmitt lífið eftir dauðann sem hv. þm. bindur vonir við í sambandi við jarðgangamálin og hann verður auðvitað að halda við sína trú.