Stefnumótun í málefnum langsjúkra barna

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 19:09:33 (7162)

1998-05-28 19:09:33# 122. lþ. 137.3 fundur 38. mál: #A stefnumótun í málefnum langsjúkra barna# þál. 22/122, HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 122. lþ.

[19:09]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ég kem eingöngu upp til að lýsa áhuga yfir því að stefnumótun í málefnum langsjúkra barna verði sem fyrst tekin til gagngerrar athugunar. Samræmd stefna er ekki til. Foreldrar langsjúkra barna upplifa oft úrræðaleysi kerfisins, þess kerfis sem er þó sett þeim til verndar. Því fagna ég þessari framlagningu og vænti þess að fram undan og innan tíðar sé betri tími upp runninn fyrir langveik börn og foreldra þeirra að meira verði gert og allt verði gert til þess að auðvelda þeim lífið.