Blóðbankaþjónusta við þjóðarvá

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 19:11:01 (7163)

1998-05-28 19:11:01# 122. lþ. 137.4 fundur 300. mál: #A blóðbankaþjónusta við þjóðarvá# þál. 23/122, Frsm. ÖS
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 122. lþ.

[19:11]

Frsm. heilbr.- og trn. (Össur Skarphéðinsson):

Herra forseti. Fyrr í vetur lagði hv. þm. Siv Fiðleifsdóttir ásamt nokkrum öðrum þingmönnum fram till. til þál. um að setja á stofn sérstaka blóðbankaþjónustu við þjóðarvá. Heilbr.- og trn. fjallaði um málið og í þessari tillögu er lagt til að skipuð verði nefnd sem á að hafa það verkefni með höndum að leggja fram tillögur um hvernig öryggi blóðbankaþjónustu skuli tryggt við stórslys og þjóðarvá.

Nefndin tekur undir efni tillögunnar og athugasemdirnar sem koma fram í greinargerðinni og leggur samhljóða til að hún verði samþykkt óbreytt.