Flugmálaáætlun 1998-2001

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 14:53:45 (7224)

1998-06-02 14:53:45# 122. lþ. 140.1 fundur 207. mál: #A flugmálaáætlun 1998-2001# þál. 18/122, samgrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[14:53]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Ég býst við að öllum þingmönnum sé kunnugt að skipulegri meðferð Reykjavíkurborgar á flugvellinum er ekki lokið. Þess er ekki að vænta að ný skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar, kjörin af nýrri borgarstjórn geti komið saman fyrr en í miðjum þessum mánuði. Það er auðvitað útilokað að bjóða út verk þegar ekki hefur verið gengið frá skipulagi yfir verkið. Þær ræður sem hér hafa verið haldnar eru því á misskilningi byggðar og mér er ljúft að leiðrétta þennan misskilning.

(Forseti (RA): Forseti vill láta þess getið að gefnu tilefni þótt hann gerði ekki athugasemd í þetta sinn en gerir það nú upp á framhaldið að gera að strangt til tekið eiga þingmenn að óska eftir að gera grein fyrir atkvæði sínu í upphafi atkvæðagreiðslunnar en ekki eftir því sem umræðan gengur fram.)