Langtímaáætlun í vegagerð

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 15:09:45 (7231)

1998-06-02 15:09:45# 122. lþ. 140.4 fundur 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál. 20/122, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[15:09]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Áætlanir þessarar ríkisstjórnar hvað varðar fjáröflun til vegamála hafa ekki haldið innan ársins. Þær hafa alls ekki haldið í fjögurra ára áætlunum. Það er fjarri öllu lagi að þær muni halda næstu 12 árin. Ég hef ekki nokkra trú á því nema til komi ný ríkisstjórn sem muni gerbreyta þessu. (Gripið fram í: ... ráðherra ef kemur ný ríkisstjórn.) Þá verður bætt í, hv. þm., það veit hann. Ég mun ekki taka þátt í að bera ábyrgð á óskalista þessarar ríkisstjórnar hvað varðar ... (Gripið fram í.) Virðulegi forseti. Nú gengur klukkan og ég fæ ekki að halda áfram tali mínu vegna þess að hér eru uppivöðslusamir hv. þingmenn. Þeim líður illa á sál sinni, vita hér af ýmsu.

(Forseti (RA): Hv. þm. hefur orðið og fær nokkrar sekúndur í viðbót.)

Það sem ég vildi sagt hafa er að ég lýsi ábyrgð á hendur ríkisstjórnarflokkunum hvað varðar þessa áætlunargerð. Ég mun ekki greiða atkvæði hvað varðar fjáröflunarþáttinn. Ég mun hins vegar styðja einstaka liði með undantekningum þó. Það kemur í ljós á eftir.