Langtímaáætlun í vegagerð

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 15:14:44 (7234)

1998-06-02 15:14:44# 122. lþ. 140.4 fundur 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál. 20/122, HjálmJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[15:14]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Í þessari atkvæðagreiðslu vegna stórframkvæmda vil ég láta þess getið sem kemur fram í nál. meiri hluta hv. samgn. þar sem segir svo, með leyfi forseta:

,,Óvissa er um val leiða og lausna á nokkrum stöðum sem fá fjárveitingar á seinni tímabilum áætlunarinnar. Á þetta meðal annars við um tengingu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, en þar er veitt fé til Lágheiðar á öðru og þriðja tímabili. Unnið er að skoðun allra mögulegra lausna á svæðinu, þar með talið gerð jarðganga sem stytta mundu leiðina mikið og bjóða upp á öruggara samband en vegur um Lágheiði getur gert. Miðað er við að þeirri skoðun verði lokið það snemma að taka megi ákvörðun um val lausna við næstu endurskoðun langtímaáætlunar.`` Á þessum forsendum segi ég já.