Lögmenn

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 15:37:46 (7241)

1998-06-02 15:37:46# 122. lþ. 140.11 fundur 57. mál: #A lögmenn# (heildarlög) frv. 77/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[15:37]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Í þessari brtt. er tekið upp ákvæði í frv. hæstv. viðskrh. um innheimtulög sem tryggir betur skuldara og felur í sér meiri neytendavernd en ákvæði í 24. gr. þessa frv. dómsmrh. sem við greiðum atkvæði um. Það er athyglisvert, herra forseti, að hæstv. viðskrh. skuli ekki vera í salnum þegar við greiðum atkvæði um ákvæði sem er eins og í hans eigin frv. Ég segi já við þessari tillögu.