Almenn hegningarlög

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 15:48:30 (7245)

1998-06-02 15:48:30# 122. lþ. 140.13 fundur 521. mál: #A almenn hegningarlög# (fyrning sakar) frv. 63/1998, SP (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[15:48]

Sólveig Pétursdóttir:

Virðulegi forseti. Hér er um mjög mikilvægt mál að ræða. Helstu nýmæli sem felast í frv. eru einmitt tillaga þess efnis að sakarfyrningarfrestur vegna kynferðisafbrota gegn börnum teljist aldrei fyrr en frá þeim degi er barnið nær 14 ára aldri.

Tilefni frv. má m.a. rekja til ábendinga umboðsmanns barna en breytingunni er ætlað að aðlaga fyrningarreglur hegningarlaga að þeim aðstæðum sem upp geta komið þegar kynferðisbrot beinast gegn börnum. Þótti rétt að miða aldursmarkið við 14 ár en það þýðir að fresturinn byrjar aldrei að líða fyrr en við það aldursmark og getur fyrningarfrestur verið allt frá 5 til 15 ára. Þetta mál var rætt ítarlega í allshn. og meiri hluti allshn. telur að brtt. sé óþörf.