Almenn hegningarlög

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 15:49:30 (7246)

1998-06-02 15:49:30# 122. lþ. 140.13 fundur 521. mál: #A almenn hegningarlög# (fyrning sakar) frv. 63/1998, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[15:49]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Þótt mál það sem hér eru greidd atkvæði um sé vissulega til bóta og sú tillaga sem meiri hluti allshn. gerir ráð fyrir, þ.e. að sakarfyrningafrestur vegna kynferðisafbrota gegn börnum teljist aldrei fyrr en frá 14 ára aldri, þá er það svo að tillaga minni hlutans, brtt. sem felst í því að hækka þetta aldursmark upp til sjálfræðisaldurs, byggir á ummælum og umsögnum fjölda aðila sem starfa með börn og hafa unnið með börnum í gegnum tíðina, þar á meðal umboðsmanni barna, Barnaheillum o.s.frv. Það er á þessum grundvelli sem minni hlutinn byggir sína brtt. Þess vegna segi ég já, herra forseti.