Heilbrigðismál

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 16:40:58 (7264)

1998-06-02 16:40:58# 122. lþ. 140.94 fundur 435#B heilbrigðismál# (umræður utan dagskrár), Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[16:40]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill árétta enn og aftur það sem hann gat um fyrr að áformað er að fram fari atkvæðagreiðslur á nýjum fundi eftir rúman klukkutíma eða þegar klukkana vantar u.þ.b. 15 mínútur í 6.

Nú mun fara fram áður boðuð utandagskrárumræða um heilbrigðismál. Málshefjandi er Sighvatur Björgvinsson og heilbrrh. Ingibjörg Pálmadóttir verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og er samkomulag milli forseta og formanna þingflokka að umræðan standi í u.þ.b. eina klukkustund. Einnig er samkomulag um tímasetningu, tímaramma einstakra ræðumanna, að málshefjandi og ráðherra hafi 8 mínútur í upphafi og 4 mínútur í lokin en aðrir þingmenn og ráðherrar fái 4 mínútur.