Umræða um heilbrigðismál

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 17:48:30 (7280)

1998-06-02 17:48:30# 122. lþ. 140.96 fundur 437#B umræða um heilbrigðismál# (um fundarstjórn), MF
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[17:48]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir orð hv. þm. Láru Margrétar Ragnarsdóttur að ein klukkustund til að ræða heildarstefnumörkun í heilbrigðismálum er allt of stuttur tími og hefði verið betra að takmarka það við eitthvert einstakt atriði. Það er nánast ekki hægt að gera hv. þm. það að eiga að fara yfir allt sviðið á þessum stutta tíma sem ætlaður er, þ.e. fjórum mínútum.

Eftir því sem ég best veit hefur beiðni um þessa umræðu legið fyrir mjög lengi. Það er ansi langt síðan farið var fram á þessa umræðu utan dagskrár og er kannski dæmigert fyrir það að við látum þetta bíða fram á allra síðustu daga þingsins og tímaskorturinn kannski orðinn til þess vegna.