Umræða um heilbrigðismál

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 17:52:36 (7282)

1998-06-02 17:52:36# 122. lþ. 140.96 fundur 437#B umræða um heilbrigðismál# (um fundarstjórn), Flm. LMR
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur, 122. lþ.

[17:52]

Lára Margrét Ragnarsdóttir:

Hæstv. forseti. Að gefnu tilefni og að gefnum athugasemdum frá forsetastóli vil ég gjarnan að það komi fram að ég hef í tví- eða þrígang beðið í ræðum mínum í vetur um heildarumræðu um heilbrigðismál. Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem hafa setið í sal á þeim tíma sem ég hef talað.

Hins vegar hefur mér hugsanlega misfarist að ýta nægilega vel á það að slíkt yrði gert af hálfu þess ráðherra sem fer með þau mál og það er náttúrlega mér til vansa en ekki öðrum. En það breytir ekki því máli að við verðum að taka heilbrigðismálin markvisst til umræðu á þessu þingi og hér á Alþingi í framtíðinni. (RG: Sammála.)