Eftirlit með starfsemi stjórnvalda

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 18:17:26 (7284)

1998-06-02 18:17:26# 122. lþ. 141.12 fundur 11. mál: #A eftirlit með starfsemi stjórnvalda# þál. 24/122, Frsm. SP
[prenta uppsett í dálka] 141. fundur, 122. lþ.

[18:17]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá allshn. um till. til þál. um bætt siðferði í opinberum rekstri. Nefndin hefur fjallað um málið og fengið ýmsar umsagnir, og fengið Kristján Andra Stefánsson frá forsrn. á sinn fund.

Nefndin leggur til nokkrar breytingar á orðalagi tillögunnar og á heiti hennar til samræmis við það. Lagt er til að tillagan kveði á um að skipuð verði nefnd til að kanna starfsskilyrði stjórnvalda, eftirlit með starfsemi þeirra og viðurlög við réttarbrotum í stjórnsýslunni. Gert er ráð fyrir að nefndin semji skýrslu þar sem fjallað verði um almennar efnisreglur stjórnsýsluréttarins, stjórnkerfið og eftirlit með starfsemi stjórnvalda, afleiðingar réttarbrota í stjórnsýslunni og hvaða leiðir eru færar til úrbóta þar sem þeirra er þörf.

Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með breytingum sem gerð er grein fyrir í sérstöku þingskjali.

Allir nefndarmenn undirrita nál.