Staðsetning nýrra ríkisfyrirtækja

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 18:22:21 (7287)

1998-06-02 18:22:21# 122. lþ. 141.14 fundur 206. mál: #A staðsetning nýrra ríkisfyrirtækja# þál., Frsm. SP
[prenta uppsett í dálka] 141. fundur, 122. lþ.

[18:22]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá allshn. um staðsetningu nýrra ríkisfyrirtækja og stofnana á landsbyggðinni.

Nefndin hefur fjallað um málið og var stuðst við umsagnir sem bárust á 121. löggjafarþingi frá fjöldamörgum aðilum.

Í tillögunni er mælt fyrir um að undirbúin skuli stefnumörkun um hvernig tryggja megi aukna hlutdeild landsbyggðarinnar í opinberri þjónustu með því að staðsetja nýjar stofnanir og fyrirtæki ríkisins utan höfuðborgarsvæðisins þar sem það er mögulegt.

Nú hefur verið lögð fram á Alþingi af forsætisráðherra tillaga til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998--2001, 695. mál, þar sem fram koma í meginatriðum markmið tillögu þessarar.

Í ljósi framangreinds mælir nefndin með því að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Allir nefndarmenn í allshn. undirrita álitið.